top of page

Grænamörk, Selfossi

Útsendari Landhönnunar fór í myndaleiðangur að Grænumörk á Selfossi nú á haustdögum. Landhönnun hannaði lóðina við fjölbýlishús og raðhús sem ætluð eru fyrir íbúa 50 ára og eldri.

Lóðinni hefur verið vel haldið við og gróðurinn vaxið umtalsvert á þeim 14 árum síðan hann var gróðursettur. Gaman var að sjá hvernig mosi og skófir hafa sett mark sitt á hraungrýtisbeð norðan við fjölbýlishúsið. Eins hefur gróður, bæði tré og runnar, þrifist vel að norðanverðu þrátt fyrir takmarkað sólarljós. Íbúar við Grænumörk eru duglegir að nýta garðinn sér til yndis og ánægu allt frá upphafi og þá er takmarki hönnunarinnar náð!


bottom of page