Teiknistofan Landhönnun slf. var stofnuð 4. febrúar 2003. Fram til ársins 2014 var stofan til húsa að Austurvegi 42 á Selfossi. Í maí 2014 flutti stofan að Austurvegi 10, en síðan í febrúar 2016 hefur stofan verið til húsa í nýuppgerðu skrifstofuhúsnæði að Eyravegi 29, þar sem hún er í góðu samneyti við verkfræðistofuna Mannvit Á Selfossi. Stofan hefur aðgang að fullkomnum tækjakosti til hönnunar, skipulagsgerðar og útprentunar auk fundaraðstöðu með fjarfundarbúnaði.
Eigandi og stofnandi Landhönnunar slf. er Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt FÍLA. Hermann hefur, frá 23. júní 2003, löggildingu umhverfisráðherra til að gera séruppdrætti á sviði landslagshönnunar og gerð skipulagsuppdrátta með tilheyrandi skyldutryggingu. Jafnframt leyfi iðnaðarráðherra frá 23. nóvember 2003 til að nota starfsheitið Landslagsarkitekt. Þá er Landhönnun slf. á lista Skipulagsstofnunar yfir þá aðila sem heimilt er að sinna gerð skipulagáætlana á Íslandi.
Hermann er meðlimur í Félagi íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og starfsmenn stofunnar vinna samkvæmt siðareglum félagsins.
Stofan hefur allt frá stofnun sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði á sviði hönnunar og skipulags. Á sviði hönnunar er um að ræða t.d.:
-
íbúða- og fjölbýlishúsalóðir
-
skóla- og leikskólalóðir
-
fyrirtækja- og stofnanalóðir
-
íþrótta- og sundlaugasvæði
-
útivistarsvæði
-
áninga- og ferðamannastaðir
-
götur og torg
-
almannarými
Á sviði skipulags er um að ræða t.d.:
-
íbúðasvæði,
-
iðnaðarsvæði
-
frístundahúsasvæði
-
aðalskipulagsbreytingar.
Landhönnun hefur ætíð átt gott og farsælt samstarf við margar af þekktustu arkitektastofum landsins um hönnun lóða við byggingar þeirra svo og við mótun stærri verkefna.