top of page

Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar

Ný íþróttamiðstöð Ölfusinga í Þorlákshöfn var tekin í notkun við upphaf landsmóts UMFÍ um verslunarmannahelgina árið 2007. Um er að ræða glæsileg íþróttamannvirki með nýrri sundlaugarbyggingu ásamt fullkomnum frjálsíþrótta- og fótboltaleikvangi. Allt umhverfi, aðkomusvæði og sundlugarlóðin voru endurbyggð og er allt hið glæsilegasta.

Arkitektar af íþróttamiðstöðinni og sundlauginni voru Arkís en VST hafði umsjón með tæknilegri hönnun leikvangsins. Landhönnun sá um hönnun lóðar og alls umhverfis á svæðinu.

Ástæða er til að óska sveitarfélaginu Ölfus til hamingju með þessi glæsilegu íþróttamannvirki og aðstöðu.


bottom of page