top of page

Heiðaskóli í Hvalfjarðarsveit

Um er að ræða lóð við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Landhönnun sá um lóðarhönnun en Arkitektastofan Studio Strik sá um hönnun mannvirkis.

Á lóð Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur verið starfræktur skóli um margra ára bil en vegna fjölgunar barna í skólanum og breyttra áherslna í skólastarfi var ráðist í að reisa nýja skólabyggingu á lóðinni.

Við lóðarhönnun var horft til að mynda skjól á lóðinni því ein af meginforsendum vistlegrar útiveru er skjól. Myndun skjóls á lóðinni var samspil mótunar lands með hólum og mönum annars vegar og hins vegar markvissri gróðursetningu í skjólbelti og trjálundum/útivistarskógi. Í gegnum lóðina rennur á og nálægð við ánna getur verið vettvangur tilrauna af ýmsu tagi.


bottom of page