Krían, Árborg
Tillaga að deiliskipulagi fyrir áningastað við útilistaverkið Kríuna á milli Eyrabakka og Stokkseyrar. Krían stendur við vegamót Eyrabakkavegar og Stokkseyravegar í úfnu Þjórsárhrauninu.
Krían er listaverk eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara frá Einarshöfn á Eyrabakka. Krían var vígð árið 1981 í skógræktarreitinum Hraunprýði í landi Gamla-Hrauns. Alþýðusamband Íslands reisti verkið til heiðurs Ragnari í Smára en hann var ættaður frá Mundakoti á Eyrabakka.

