top of page

Landhönnun tekur þátt í hönnunarsamkeppni um endurnýjun Laugavegs

Arkís og Landhönnun hafa, ásamt fjórum öðrum hönnunarteymum, verið valin til að taka þátt í lokaðri hönnunarsamkeppni um endurnýjun Laugavegs í Reykjavík. Verkefnið er að sjálfsögðu afar spennandi en Laugavegur er án efa ein þekktasta gata á Íslandi.

Á undanförnum árum hefur umferð gangandi stóraukist á Laugarvegi og svæðinu þar í kring, ekki sýst með stóraukinni fjölgun ferðamanna. Gerðar hafa verið ýmsar endurbætur á götunni í gegnum árin og þykir hún í dag orðin nokkur sundurleit og lúin. Þá hafa verið gerðar tilraunir með opnun hluta Laugavegar sem göngugötu ásamt mælingum og skráningum á notkun götunnar.

Arkís, með Hermann Ólafsson landslagsarkitekt Landhönnunar innanborðs, hafa áður unnið að hönnun Hverfisgötu sem síðan hefur verið að taka á sig nýja og ferska mynd sem vakið hefur verðskuldaða athygli.

Auk Arkís og Landhönnunar koma Verkís og Harpa Ingólfsdóttir ferilhönnuður að verkinu.


bottom of page