top of page

Guðríðarkirkja í Grafarholti

Um er að ræða tillögu Arkþings og Landhönnunar, í samstarfi við verktakafyrirtækið SS-verktaka, sem lenti í 1. sæti í hönnunarsamkeppni um nýja kirkjubygging í Grafarholti. Um var að ræða samkeppni þar sem framkvæmdakostnaður skildi vera innan ákveðinna marka og besta tillagan innan þess ramma valin. Aðrir samstarfsaðilar í verkinu voru Almenna Verkfræðistofan, Raftákn og Trivium ráðgjöf.

Kirkjan var vígð sunnudaginn 7. des. 2008 af biskupi íslands.

Kirkjubyggingin er einföld í sniði og stílhrein í útliti. Innan veggja kirkunnar eru tveir innri garðar. Útveggurinn að baki altari kirkunnar er allur úr gleri og þar fyrir utan er garðrými sem myndar einskonar þrívíða altaristöflu. Haldin var sérstök samkeppni meðal nokkura teiknistofa um listræna skreytingu rýmisins og kom það í hlut Landark ehf að hanna altarisgarðinn. Inni í garðinum, sem umlukinn er steyptum veggjum, er m.a. tjörn og uppúr honum rís kross.

Aftan við safnaðarheimilið en inni í miðri kirkju er svo annað garðrými sem innréttað er sem dvalargarður. Kringum garðinn er gler á alla vegu þannig að hann er sjáanlegur víða að úr kirkjunni. Garðurinn var sérstaklega hannaður af Landhönnun fyrir safnaðarstjórninna auk samráðs og innblásturs frá sóknarpresti.

bottom of page