Fjölbýlishúsalóð á Selfossi

31.03.2005

Um er að ræða umhverfi fjölbýlishúss og raðhúsa við Grænumörk á Selfossi. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir 50ára og eldri, og tók hönnun húss og lóðar nokkuð mið af aldurssamsetningu íbúa. Verkkaupi voru Ljósaborgir ehf en verkefnið var í alla staði metnaðarfullt og hús og lóð í háum gæðaflokki. Arkitektar hússins voru Batteríið.

 

Lóðin var af hendi verkkaupa fullfrágengin og ríkulega búin gróðri og æskilegum búnaði ýmiskonar. Byggðar voru timburverandir við hverja íbúð á jarðhæð og skjólveggir úr eik. Bílastæði eru malbikuð en brotin upp með götutrjám og hellulögðum flötum. Aðkoma og göngustígar eru hellulögð og upphituð og þar eru einnig uppbyggð gróðurker og yfirborð lagt hraungrýti af staðnum. 

Dvalasvæði lóðar eru gróðursæl og þar er m.a. að finna sameiginlegar timburverandir ásamt bæði uppbyggðum bocciavelli og mini-golfvelli. 

Lóðin var unnin samhliða lokafrágangi hússins og lóðarverktaki voru Garpar ehf. Hún hefur verið mikið notuð af íbúum strax frá upphafi og gróður tekið vel við sér strax á fyrsta ári. Lóðin hlaut viðurkenningu Umhverfisnefndar Árborgar fyrir vel skipulagða og frágengna lóð fyrir árið 2005.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Nýjustu verkefni

Hverfisgata

Leikskóli Seltjarnarnesi

Árið 2019

Leikskólinn Sjónarhóll, Höfn

1/13
Please reload

Kt: 440203-3960 

Landhönnun slf.

Eyravegi 29 

800 Selfoss

  • Förum á facebook