{"items":["5fda5b2e03af4d0017ed5f7d","5fda5b2e03af4d0017ed5f78","5fda5b2e03af4d0017ed5f7e","5fda5b2e03af4d0017ed5f81"],"styles":{"galleryType":"Columns","groupSize":1,"showArrows":true,"cubeImages":true,"cubeType":"max","cubeRatio":1.7777777777777777,"isVertical":true,"gallerySize":30,"collageAmount":0,"collageDensity":0,"groupTypes":"1","oneRow":false,"imageMargin":20,"galleryMargin":0,"scatter":0,"rotatingScatter":"","chooseBestGroup":true,"smartCrop":false,"hasThumbnails":false,"enableScroll":true,"isGrid":true,"isSlider":false,"isColumns":false,"isSlideshow":false,"cropOnlyFill":false,"fixedColumns":0,"enableInfiniteScroll":true,"isRTL":false,"minItemSize":50,"rotatingGroupTypes":"","rotatingCropRatios":"","columnWidths":"","gallerySliderImageRatio":1.7777777777777777,"numberOfImagesPerRow":3,"numberOfImagesPerCol":1,"groupsPerStrip":0,"borderRadius":0,"boxShadow":0,"gridStyle":0,"mobilePanorama":false,"placeGroupsLtr":false,"viewMode":"preview","thumbnailSpacings":4,"galleryThumbnailsAlignment":"bottom","isMasonry":false,"isAutoSlideshow":false,"slideshowLoop":false,"autoSlideshowInterval":4,"bottomInfoHeight":0,"titlePlacement":"SHOW_BELOW","galleryTextAlign":"center","scrollSnap":false,"itemClick":"nothing","fullscreen":true,"videoPlay":"hover","scrollAnimation":"NO_EFFECT","slideAnimation":"SCROLL","scrollDirection":0,"scrollDuration":400,"overlayAnimation":"FADE_IN","arrowsPosition":0,"arrowsSize":23,"watermarkOpacity":40,"watermarkSize":40,"useWatermark":true,"watermarkDock":{"top":"auto","left":"auto","right":0,"bottom":0,"transform":"translate3d(0,0,0)"},"loadMoreAmount":"all","defaultShowInfoExpand":1,"allowLinkExpand":true,"expandInfoPosition":0,"allowFullscreenExpand":true,"fullscreenLoop":false,"galleryAlignExpand":"left","addToCartBorderWidth":1,"addToCartButtonText":"","slideshowInfoSize":200,"playButtonForAutoSlideShow":false,"allowSlideshowCounter":false,"hoveringBehaviour":"NEVER_SHOW","thumbnailSize":120,"magicLayoutSeed":1,"imageHoverAnimation":"NO_EFFECT","imagePlacementAnimation":"NO_EFFECT","calculateTextBoxWidthMode":"PERCENT","textBoxHeight":79,"textBoxWidth":200,"textBoxWidthPercent":50,"textImageSpace":10,"textBoxBorderRadius":0,"textBoxBorderWidth":0,"loadMoreButtonText":"","loadMoreButtonBorderWidth":1,"loadMoreButtonBorderRadius":0,"imageInfoType":"ATTACHED_BACKGROUND","itemBorderWidth":0,"itemBorderRadius":0,"itemEnableShadow":false,"itemShadowBlur":20,"itemShadowDirection":135,"itemShadowSize":10,"imageLoadingMode":"BLUR","expandAnimation":"NO_EFFECT","imageQuality":90,"usmToggle":false,"usm_a":0,"usm_r":0,"usm_t":0,"videoSound":false,"videoSpeed":"1","videoLoop":true,"jsonStyleParams":"","gallerySizeType":"px","gallerySizePx":178,"allowTitle":true,"allowContextMenu":true,"textsHorizontalPadding":-30,"itemBorderColor":{"value":"#E6E6E6"},"showVideoPlayButton":true,"galleryLayout":2,"calculateTextBoxHeightMode":"MANUAL","textsVerticalPadding":-15,"targetItemSize":178,"selectedLayout":"2|bottom|1|max|true|0|true","layoutsVersion":2,"selectedLayoutV2":2,"isSlideshowFont":true,"externalInfoHeight":79,"externalInfoWidth":0},"container":{"width":710,"galleryWidth":730,"galleryHeight":0,"scrollBase":0,"height":null}}
Leikskólinn Bjarkartún, Djúpavogi
Landhönnun var falið að hanna lóð og umhverfi nýs leikskóla á Djúpavogi en Arkís sá um hönnun mannvirkis.
Um er að ræða aflanga leikskólalóð með suður-norður stefnu. Lóðin liggur utan í klapparhrygg og niður að mýrar-undirlendi. Megin hugmyndin í skipulagi lóðarinnar er gangstéttarlína sem tengir hin ólíku leiksvæði saman. Gert er ráð fyrir að sum leiksvæðin séu felld inn í hlíðina, inn á milli klappa, en undir önnur svæði sé fyllt með jarðvegi til að auka nýtni þeirra.
Sunnan við húsið er hellulagt leik- og dvalartorg í beinum tengslum við göngustíga, bæði norður fyrir hús, til suður eftir lóðinni svo og stíg sem liðast um klapparhrygginn.
Austan við húsið, í tengslum við hurð úr miðrými hússins er svo gert ráð fyrir trépalli með skjólgirðingu í kringum. Nyrst á lóð er gert ráð fyrir skjólgirðingu og skjólgróðri. Þar sunnan við verður kennslugarður með ræktunarreitum og moltugerð/ safnhaugar. Hinum ýmsu leiktækjum er komið fyrir umhverfis hellulagða leiktorgið.
Gert er ráð fyrir tveim ólíkum sandkössum, einum með klappar-umgjörð og einum trékassa. Gert er ráð fyrir að heppilegir náttúristeinar af svæðinu verði eðlilegir hlutar að leiksvæðunum. Sunnar á lóðinni er gert ráð fyrir grassvæði, (Bjarkatún), bæði sleðahól og boltaleikvelli. Allra syðst og utan við lóðargirðingu er gert ráð fyrir “Bjarkalundi”, að mestu óhreyfðu landi þar sem komið yrði á fót trjálundi og náttúrulegum lundi til óhefðbundins hópastarfs.
